Hávaðasía
Tækið styður höfuðtól með hávaðasíu. Ef þú notar höfuðtól með hávaðasíu færðu mun
skýrari hljómgæði, t.d. þegar þú hlustar á tónlist í háværu umhverfi, t.d. um borð í
strætisvagni, lest eða flugvél. Einnig geturðu notað þennan eiginleika til að skapa hljóðlátt
umhverfi til að læra, vinna eða lesa í.
Til að tryggja hámarksframmistöðu mælum við með höfuðtólum með hávaðasíu frá Sony.
Notkun höfuðtóla með hávaðasíu
1
Tengdu höfuðtól með hávaðasíu við tækið.
2
Á
Heimaskjár finnurðu og pikkar á > Stillingar > Hljóð > Stillingar aukahluta >
Draga úr hávaða og kveikir svo á Draga úr hávaða-eiginleikanum með því að
pikka á sleðann.
3
Pikkaðu á
Gerð höfuð-/heyrnartóla og veldu gerð höfuðtóla/heyrnartóla.
4
Ef þú vilt að
Draga úr hávaða sé aðeins virkt þegar verið er að spila tónlist eða
myndskeið eða þegar skjárinn er virkur pikkarðu á við
Orkusparnaðarstilling
sleðann til að kveikja á þeim eiginleika.
5
Ef þú vilt að kveikt sé á
Draga úr hávaða eins lengi og höfuðtólið er tengt pikkarðu
á
Orkusparnaðarstilling sleðann til að slökkva á þeim eiginleika.
Ekki er víst að höfuðtól með hávaðasíu fylgi með þegar þú kaupir tækið.
Þú getur einnig kveikt á
Draga úr hávaða eiginleikanum með flýtistillingaglugganum þegar
höfuðtól með hávaðasíu er tengt við tækið þitt.
Stillingum breytt í samræmi við hljóðumhverfi
1
Gættu þess að höfuðtól sem útiloka hávaða séu tengd við tækið.
2
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
3
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Hljóð > Stillingar aukahluta > Draga úr hávaða >
Hljóðumhverfi.
4
Veldu viðeigandi tegund hljóðumhverfis og pikkaðu síðan á
Í lagi.
61
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.