Sony Xperia XZ - Forritastjórnun

background image

Forritastjórnun

Þú getur farið á milli forrita með því að nota stýrihnappana og gluggann fyrir nýlega notuð

forrit, þar sem er auðvelt að skipta á milli allra nýlega notaðra forrita. Stýrihnapparnir eru

bakktakkinn, heimatakkinn og hnappurinn Nýleg forrit. Þú getur einnig opnað tvö forrit á

skjánum í einu með því að nota stillingu fyrir tvöfaldan skjá, ef forritið styður notkun

margra glugga. Sum forrit lokast þegar þú ýtir á heimatakkann til að hætta, en önnur

fara í bið eða halda áfram að keyra í bakgrunninum. Ef forritið er í bið eða keyrir í

bakgrunninum geturðu haldið áfram þaðan sem frá var horfið næst þegar þú opnar

forritið.

24

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Yfirlit yfir forritastjórnun

1

Hreinsa allt – Öllum nýlega notuðum forritum lokað

2

Gluggi fyrir nýlega notuð forrit – Opna nýlega notað forrit

3

Hnappurinn Nýleg forrit – Opna gluggann fyrir nýlega notuð forrit og uppáhaldsstikuna

4

Heimatakki – Loka forriti og fara aftur á heimaskjáinn

5

Bakktakki – Fara aftur á fyrri skjá í forriti eða loka forritinu

Opna nýlega notaðan forritsglugga

Ýttu á .

Skipt hratt á milli nýlega notaðra forrita

Ýttu tvisvar hratt á .

Öllum nýlega notuðum forritum lokað

Pikkaðu á og síðan á

HREINSA ALLT.

Valmynd opnuð í forriti

Þegar forritið er notað pikkarðu á .

Ekki er boðið upp á valmynd í öllum forritum.

Stilling fyrir tvöfaldan skjá

Stillingin fyrir tvöfaldan skjá gerir þér kleift að skoða tvö forrit í einu, t.d. ef þú vilt skoða

tölvupóstinn þinn og vafra á sama tíma.

1

Forrit 1 í efri glugganum

2

Rammi fyrir tvöfaldan skjá – Draga til að breyta stærð glugganna

3

Forrit 2 í neðri glugganum

4

Lykill fyrir tvöfaldan skjá – Velja nýlega notað forrit

25

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

5

Heimatakki – Fara aftur á heimaskjáinn

6

Bakktakki – Fara aftur á fyrri skjá í forriti eða loka forritinu

Sum forrit styðja ekki tvöfaldan skjá.

Stilling fyrir tvöfaldan skjá notuð

1

Gættu þess að bæði forritin sem þú ætlar að nota í stillingu fyrir tvöfaldan skjá séu

opin og í gangi í bakgrunninum.

2

Pikkaðu á og dragðu svo og slepptu forritinu sem þú vilt nota á efri hluta

skjásins.

3

Pikkaðu á hitt forritið sem þú vilt nota á neðri hluta skjásins.

4

Hafðu skjásniðið lóðrétt og dragðu svörtu stikuna í miðjunni upp eða niður til að

breyta stærð glugganna.

5

Ef þú vilt hætta í stillingu fyrir tvöfaldan skjá skaltu halda niðri .